Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:31 Pavel Ermolinskij ætlar að gaza í kvöld á Stöð 2 BD. Stöð 2 Sport „Maður er ekkert vanur að vera með svona mikla pressu á sér í fjórða leik á Íslandsmótinu,“ segir Helgi Már Magnússon um Gaz-leik kvöldsins, þar sem stigalausir Álftnesingar sækja KR heim í Bónus-deildinni í körfubolta. Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira