Fjölmennar kvennastéttir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 24. október 2024 14:01 Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar