„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 17:47 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjáflari Víkings, á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. „Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
„Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira