Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 19:31 Dómsmálaráðherra skipaði Odd Þorra og Hákon dómara. Stjórnarráðið Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023. Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023.
Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent