Stórkostlegt mark Selmu í tapi fyrir Bandaríkjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 06:59 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar marki sínu gegn Bandaríkjunum í nótt. getty/Adam Davis Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas. Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira