Stórkostlegt mark Selmu í tapi fyrir Bandaríkjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 06:59 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar marki sínu gegn Bandaríkjunum í nótt. getty/Adam Davis Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas. Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira