Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 25. október 2024 10:32 Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun