Pirraðir á excel skiptingum Péturs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 12:32 Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bónus deildinni. vísir/anton Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41