Ísland þarf ríkisstjórn um almannahagsmuni – ekki sérhagsmuni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar