„Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Bjarki Sigurðsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 28. október 2024 20:05 Halldóra Guðmundsdóttir er leikskólastjóri á Drafnarsteini. Vísir/Ívar Fannar Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira