Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 07:33 Real Madrid skilur ekki hvernig Vinicius Junior gat ekki unnið gullhnöttinn í gær. Hér fagnar hann marki með Brahim Diaz. Getty/Antonio Villalba Óhætt að segja að leikmenn, þjálfarar og forráðamenn Real Madrid séu sótillir eftir að Vinícius Junior fékk ekki Gullhnöttinn, Ballon d'Or, í gær. Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira