Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 15:01 Það hefur verið þétt setið í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins, en sakborningarnir eru á annan tug, og hver þeirra þarf lögmann. Vísir/Vilhelm Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira