Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar 29. október 2024 14:31 Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun