Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar 29. október 2024 14:45 Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun