Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar 30. október 2024 10:31 Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun