Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar 30. október 2024 12:15 Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar