Mælum með Hafþór Reynisson skrifar 30. október 2024 14:32 Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar