„Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2024 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér sigri á þýska landsliðinu í sumar. Hún hefur átt marga stórleiki með Bayern München og íslenska landsliðinu á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir segist vera stolt af því að vera valin besti miðvörður heims en að sama skapi ekki hrifin af einstaklingsverðlaunum í knattspyrnu. Fótbolti sé hópíþrótt. Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira