Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 31. október 2024 06:17 Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun