Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Árni Jóhannsson skrifar 30. október 2024 21:27 Tinna Guðrún gerði vel í kvöld og skilaði 14 stigum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar. Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“ Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31