Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar 31. október 2024 07:31 Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar