Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun