Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 14:02 Valsmaðurinn Frank Aron Booker og Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttu um boltann í leik liðanna í fyrravetur. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur
Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira