Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 14:02 Valsmaðurinn Frank Aron Booker og Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttu um boltann í leik liðanna í fyrravetur. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur
Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira