Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir Landspítalann hafa haft sjö mánuði til að bregðast við launamuninum en hafi ekki gert það. Vísir/Sigurjón Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála vegna þess að forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítalans fá greidd um 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira