Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar 1. nóvember 2024 07:17 Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun