Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 11:17 Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Umhverfismál Hafið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun