„Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2024 21:54 Marek Dolezaj skoraði fjórtán stig og tók tíu fráköst í sigri Keflavíkur á KR. vísir/hulda margrét Keflavík tók á móti KR í 5. umferð Bónus deild karla í Blue höllinni í kvöld. Keflavík hafði fyrir leikinn í kvöld tapað þremur leikjum í röð en komust aftur á sigurbraut í kvöld með sex stiga sigri, 94-88. „Við spiluðum virkilega vel og vorum aggressívir. Í síðustu þrem leikjum höfum við spilað eins og þeir væru að fara gefa okkur þetta en núna byrjuðum við vel og fórum að spila vörn loksins. Allir hafa skorað yfir hundrað á okkur en í kvöld skoruðu þeir bara 88,“ sagði Marek Dolezaj leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Eftir þrjá tapleiki í röð var laust við því að þungu fargi var létt af Keflavíkurliðinu. „Hundrað prósent. Þetta var mjög erfitt stundum inni í klefa og andrúmsloftið ekki gott. Við áttum góða æfingarviku og allir voru vel mótiveraðir til þess að mæta og sækja þennan sigur og við þurfum bara að halda þessu gangandi.“ Marek fannst leikurinn fyrst og fremst vinnast með góðri vörn. „Þeir skora einhver fimm eða tíu stig í þriðja hluta svo varnarlega þá unnum við leikinn. Við þurfum bara alltaf að spila svona,“ sagði Marek. Í þriðja leikhluta átti Marek frábært blokk undir körfu Keflavíkur sem fékk stúkuna upp á tærnar. „Ég sá að hann var að vaða á körfuna og við erum búnir að vera að tapa leikjum og ég vildi bara sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega og lét bara vaða og náði að verja skotið,“ sagði Marek. Keflvíkingar vonast eftir að ná að byggja ofan á þessa frammistöðu. „Hundrað prósent. Í næstu viku verður erfiður leikur gegn nýliðum ÍR. Þetta verður alvöru barátta þar og við verðum að vera tilbúnir í alla leiki núna og þú getur ekki tekið þessu rólega,“ sagði Marek að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
„Við spiluðum virkilega vel og vorum aggressívir. Í síðustu þrem leikjum höfum við spilað eins og þeir væru að fara gefa okkur þetta en núna byrjuðum við vel og fórum að spila vörn loksins. Allir hafa skorað yfir hundrað á okkur en í kvöld skoruðu þeir bara 88,“ sagði Marek Dolezaj leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Eftir þrjá tapleiki í röð var laust við því að þungu fargi var létt af Keflavíkurliðinu. „Hundrað prósent. Þetta var mjög erfitt stundum inni í klefa og andrúmsloftið ekki gott. Við áttum góða æfingarviku og allir voru vel mótiveraðir til þess að mæta og sækja þennan sigur og við þurfum bara að halda þessu gangandi.“ Marek fannst leikurinn fyrst og fremst vinnast með góðri vörn. „Þeir skora einhver fimm eða tíu stig í þriðja hluta svo varnarlega þá unnum við leikinn. Við þurfum bara alltaf að spila svona,“ sagði Marek. Í þriðja leikhluta átti Marek frábært blokk undir körfu Keflavíkur sem fékk stúkuna upp á tærnar. „Ég sá að hann var að vaða á körfuna og við erum búnir að vera að tapa leikjum og ég vildi bara sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega og lét bara vaða og náði að verja skotið,“ sagði Marek. Keflvíkingar vonast eftir að ná að byggja ofan á þessa frammistöðu. „Hundrað prósent. Í næstu viku verður erfiður leikur gegn nýliðum ÍR. Þetta verður alvöru barátta þar og við verðum að vera tilbúnir í alla leiki núna og þú getur ekki tekið þessu rólega,“ sagði Marek að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira