Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 11:31 Friðrik Ingi Rúnarsson fer yfir málin með sínu liði í leiknum í Smáranum á þriðjudag. vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram. Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira