Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski skrifar 3. nóvember 2024 09:01 Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar