Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar 4. nóvember 2024 09:45 Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Þungunarrof Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01 Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari.
Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar