Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:16 Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun