Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Jonathan Pasqual kemur hér í mark á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaiieyjum á dögunum. Getty/Sean M. Haffey Eitt er að klára járnkarl sem er ein erfiðasta þrekraunin í íþróttaheiminum en hvað þá að gera það þegar þú ert á sama tíma að berjast við krabbamein á seinni stigum. Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a> Þríþraut Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a>
Þríþraut Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira