Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 20:49 Bandaríkjamenn hafa margir þurft að bíða í röðum til að fá að kjósa en við gætum þurft að bíða í nokkra daga eftir niðurstöðu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. EINAR/EPA „Miðað við það sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá sýnist mér þetta vera jöfnustu kosningar í rúma öld, frá aldamótunum 1900. Það verður mjög gaman að sjá hvort mælingarnar fram að þessu hafi verið nákvæmar. Skekkjan getur verið allt að þrjú til fjögur prósent og því getur þetta orðið stórsigur fyrir annan hvorn frambjóðandann þó við séum að búast við jafnri útkomu.“ Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, spurð hvort að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem standa nú yfir séu þær mest spennandi í stjórnmálasögu Bandaríkjanna í samtali við fréttastofu. Fyrstu kjörstaðir vestanhafs voru opnuðu klukkan tíu í morgun á íslenskum tíma og þeim síðustu í Alaska verður lokað klukkan sex í fyrramálið. Ljóst er að það er mjög spennandi nótt og jafnvel dagar fram undan á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Pennsylvanía hnífjöfn „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta haldist svona jafnt svona lengi. Skemmtilegt að sjá þarna í Dixville Notch að þar falla atkvæðin að jöfnu. Það er það sem við erum að horfa á, bæði á landsvísu og í svo mörgum ríkjum að það er varla sjónarmunur á þessum hermilíkönum og spálíkönum. Staðan er ótrúlega jöfn.“ Silja segist alls ekki geta spáð fyrir um úrslit og tekur fram að þessar kosningar séu óvenjulegar að því leyti að það sé ekki hægt að benda á neitt sem muni ráða úrslitum. Um sé að ræða sjö sveifluríki sem munu ráða niðurstöðum kosninganna. Pennsylvanía er eitt helsta barátturíkið sem mun skera úr um hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, eða Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði næst forseti. „Pennsylvanía er svo jöfn að það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér að þaðan komi úrslit. Þau eru líka lengi að telja vegna þess hvernig þau meðhöndla utankjörfundaratkvæði sérstaklega. Ef ekkert gerist óvænt þá gætum við verið að bíða í nokkra daga eins og 2020.“ Kosningafundur Trump sérstök upplifun Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er stödd í Pennsylvaníu vegna kosninganna. Hún segir það greinilegt að allt snúist um kosningarnar þar vestanhafs í dag. „Ég byrjaði morguninn í vöruhúsi þar sem atkvæði Filadelfíubúa eru talin og þar er ströng öryggisgæsla eins og annars staðar. Það er mjög áberandi lögregla hérna út um allt og reyndar líka blaðamenn á sveimi.“ Hún tekur fram að mikil spenna og stemmning sé í Pennsylvaníu en tekur fram að fólk sé einnig nokkuð uggandi. Í gær fór Hólmfríður á kosningafund hjá Donald Trump sem hún segir hafa verið sérstaka upplifun. „Það var líka mikil öryggisgæsla þar, það þurfti að skrá sig fyrir fram. Ég fór þarna inn sem almennur borgari og þetta var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Karlinn lét aðeins bíða eftir sér. Það var athyglisverðast að fylgjast með þeim sem voru mættir þarna. Þetta var svipað stef og maður kannast við hjá honum en þetta var upplifun.“ Hólmfríður mun fylgjast með því hvernig kosningunum vindur fram á kosningafundi Kamala Harris, frambjóðanda Demókrata, í Washington Dc, höfuðborg Bandaríkjanna. „Hún mun vera þar með eiginmanni sínum og teymi að bíða eftir niðurstöðum, Veislan verður þeim mun skemmtilegri ef hún vinnur eða ef þetta lýtur vel út fyrir hana, en hitt verður líka áhugavert.“ Sjö ríki skipta öllu máli Silja Bára fór yfir sveifluríkin í kvöldfréttunum og skýrði hvers vegna þau skipta svona miklu máli. „Í Bandaríkjunum liggur mjög gjarnan fyrir hvernig atkvæði falla innan hvers ríkis og við erum að horfa á 51 kosningu framkvæmda í dag. Það er eins og flestir vita ekki heildar atkvæðafjöldinn heldur kjörmannaatkvæðin sem skipta máli. Nú er það þannig að í þessum sjö ríkjum er nægilega mjótt á munum svo að vitum ekki hvernig atkvæði í þessum ríkjum munu falla. Stundum eru þau færri en núna erum við með sjö ríki þannig að það eru um 20 leiðir fyrir hvern frambjóðanda að sigri. Einbeitingin hefur verið mjög mikil á Pennsylvaníu því hún er fjölmennust og flestir kjörmenn þar.“ Silja segir að Norður Karólínu-ríki, þar sem eru sextán kjörmenn, bjóði einnig upp á nýja möguleika en ríkið hefur verið að sýna merki um breytingar undanfarið. „Ef Harris fær hana sem við höfum ekki verið að reikna með þá opnast fleiri leiðir að markinu og þá gætum við fengið niðurstöðuna fyrr en ef við þurfum að bíða eftir Pennsylvaníu þá erum við kannski að horfa á nokkra daga sem við þurfum að bíða.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, spurð hvort að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem standa nú yfir séu þær mest spennandi í stjórnmálasögu Bandaríkjanna í samtali við fréttastofu. Fyrstu kjörstaðir vestanhafs voru opnuðu klukkan tíu í morgun á íslenskum tíma og þeim síðustu í Alaska verður lokað klukkan sex í fyrramálið. Ljóst er að það er mjög spennandi nótt og jafnvel dagar fram undan á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Pennsylvanía hnífjöfn „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta haldist svona jafnt svona lengi. Skemmtilegt að sjá þarna í Dixville Notch að þar falla atkvæðin að jöfnu. Það er það sem við erum að horfa á, bæði á landsvísu og í svo mörgum ríkjum að það er varla sjónarmunur á þessum hermilíkönum og spálíkönum. Staðan er ótrúlega jöfn.“ Silja segist alls ekki geta spáð fyrir um úrslit og tekur fram að þessar kosningar séu óvenjulegar að því leyti að það sé ekki hægt að benda á neitt sem muni ráða úrslitum. Um sé að ræða sjö sveifluríki sem munu ráða niðurstöðum kosninganna. Pennsylvanía er eitt helsta barátturíkið sem mun skera úr um hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, eða Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði næst forseti. „Pennsylvanía er svo jöfn að það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér að þaðan komi úrslit. Þau eru líka lengi að telja vegna þess hvernig þau meðhöndla utankjörfundaratkvæði sérstaklega. Ef ekkert gerist óvænt þá gætum við verið að bíða í nokkra daga eins og 2020.“ Kosningafundur Trump sérstök upplifun Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er stödd í Pennsylvaníu vegna kosninganna. Hún segir það greinilegt að allt snúist um kosningarnar þar vestanhafs í dag. „Ég byrjaði morguninn í vöruhúsi þar sem atkvæði Filadelfíubúa eru talin og þar er ströng öryggisgæsla eins og annars staðar. Það er mjög áberandi lögregla hérna út um allt og reyndar líka blaðamenn á sveimi.“ Hún tekur fram að mikil spenna og stemmning sé í Pennsylvaníu en tekur fram að fólk sé einnig nokkuð uggandi. Í gær fór Hólmfríður á kosningafund hjá Donald Trump sem hún segir hafa verið sérstaka upplifun. „Það var líka mikil öryggisgæsla þar, það þurfti að skrá sig fyrir fram. Ég fór þarna inn sem almennur borgari og þetta var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Karlinn lét aðeins bíða eftir sér. Það var athyglisverðast að fylgjast með þeim sem voru mættir þarna. Þetta var svipað stef og maður kannast við hjá honum en þetta var upplifun.“ Hólmfríður mun fylgjast með því hvernig kosningunum vindur fram á kosningafundi Kamala Harris, frambjóðanda Demókrata, í Washington Dc, höfuðborg Bandaríkjanna. „Hún mun vera þar með eiginmanni sínum og teymi að bíða eftir niðurstöðum, Veislan verður þeim mun skemmtilegri ef hún vinnur eða ef þetta lýtur vel út fyrir hana, en hitt verður líka áhugavert.“ Sjö ríki skipta öllu máli Silja Bára fór yfir sveifluríkin í kvöldfréttunum og skýrði hvers vegna þau skipta svona miklu máli. „Í Bandaríkjunum liggur mjög gjarnan fyrir hvernig atkvæði falla innan hvers ríkis og við erum að horfa á 51 kosningu framkvæmda í dag. Það er eins og flestir vita ekki heildar atkvæðafjöldinn heldur kjörmannaatkvæðin sem skipta máli. Nú er það þannig að í þessum sjö ríkjum er nægilega mjótt á munum svo að vitum ekki hvernig atkvæði í þessum ríkjum munu falla. Stundum eru þau færri en núna erum við með sjö ríki þannig að það eru um 20 leiðir fyrir hvern frambjóðanda að sigri. Einbeitingin hefur verið mjög mikil á Pennsylvaníu því hún er fjölmennust og flestir kjörmenn þar.“ Silja segir að Norður Karólínu-ríki, þar sem eru sextán kjörmenn, bjóði einnig upp á nýja möguleika en ríkið hefur verið að sýna merki um breytingar undanfarið. „Ef Harris fær hana sem við höfum ekki verið að reikna með þá opnast fleiri leiðir að markinu og þá gætum við fengið niðurstöðuna fyrr en ef við þurfum að bíða eftir Pennsylvaníu þá erum við kannski að horfa á nokkra daga sem við þurfum að bíða.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent