Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 6. nóvember 2024 10:15 Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun