Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 21:38 Staða Olafs Scholz er ekki góð. Maryam Majd/Getty Ríkisstjórn Olaf Scholz kanslara Þýskalands stendur mjög tæpt eftir að Scholz rak fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar í kvöld. Hann hefur tilkynnt að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á fari fram á þingi í janúar. Samkvæmt þýskum miðlum kom brottvikningin nokkuð óvænt en nokkrir háttsettir embættismenn funduðu um stöðuna fyrr í kvöld. Ríkisstjórn Scholz samanstendur af þremur flokkum sem höfðu undanfarna mánuði átt í nokkuð hörðum deilum um efnahagsstjórn landsins. Þær deilur hafa leitt til þess að stjórnin hefur sífellt orðið óvinsælli meðal þýsks almennings. Embættismenn höfðu vonast til þess að sigur Donalds Trump næsta Bandaríkjaforsetia myndi þjappa mönnum betur saman, en misklíðin sýnir engin slík merki. Chris Linder, fyrrverandi fjármálaráðherrann úr markaðshyggjuflokki, hafði gefið Scholz nokkurs konar afarkosti um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þar voru útgjöld ríkissjóðs endurhugsuð. Líklegt þykir að kosningar í Þýskalandi muni fara fram í mars á næsta ári, sex mánuðum fyrr en til stóð. Mikil óvissa mun því ríkja innan landsins á meðan stærstu ríki Evrópu munu koma til með að takast á við hinar ýmsu áskoranir, þar á meðað mögulegt tolla- og viðskiptastríð við Bandaríkin. Þá hafa stjórnmálamenn haft áhyggjur af því að Þjóðverjar muni þurfa að taka meira á sig í stuðningi við Úkraínu í ljósi kjörs Trump. Þýskaland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Samkvæmt þýskum miðlum kom brottvikningin nokkuð óvænt en nokkrir háttsettir embættismenn funduðu um stöðuna fyrr í kvöld. Ríkisstjórn Scholz samanstendur af þremur flokkum sem höfðu undanfarna mánuði átt í nokkuð hörðum deilum um efnahagsstjórn landsins. Þær deilur hafa leitt til þess að stjórnin hefur sífellt orðið óvinsælli meðal þýsks almennings. Embættismenn höfðu vonast til þess að sigur Donalds Trump næsta Bandaríkjaforsetia myndi þjappa mönnum betur saman, en misklíðin sýnir engin slík merki. Chris Linder, fyrrverandi fjármálaráðherrann úr markaðshyggjuflokki, hafði gefið Scholz nokkurs konar afarkosti um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þar voru útgjöld ríkissjóðs endurhugsuð. Líklegt þykir að kosningar í Þýskalandi muni fara fram í mars á næsta ári, sex mánuðum fyrr en til stóð. Mikil óvissa mun því ríkja innan landsins á meðan stærstu ríki Evrópu munu koma til með að takast á við hinar ýmsu áskoranir, þar á meðað mögulegt tolla- og viðskiptastríð við Bandaríkin. Þá hafa stjórnmálamenn haft áhyggjur af því að Þjóðverjar muni þurfa að taka meira á sig í stuðningi við Úkraínu í ljósi kjörs Trump.
Þýskaland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira