Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 22:29 Harris hélt ræðu fyrir framan stuðningsfólk sitt í kvöld. Hún hafði áður hringt í Trump og óskað honum til hamingju. getty Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira