Fyrr í kvöld var greint frá ákvörðunum Scholz, sem hafði rætt við formann Kristilegra demókrata til að koma fjárlögum næsta árs í gegnum þingið.
Scholz hefur tilkynnt að vantrauststillaga á hendur ríkisstjórn hans verði tekin fyrir í þinginu snemma á næsta ári. Verði hún samþykkt gæti það leitt til þess að kosningum verði flýtt og færu fram í vor.
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sósíaldemókratar, flokkur Scholz, Græningjar og FDP, höfðu undanfarna mánuði átt í nokkuð hörðum deilum um efnahagsstjórn landsins. Þær deilur hafa leitt til þess að stjórnin hefur sífellt orðið óvinsælli meðal þýsks almennings.
Þingflokksformaður FDP, Christian Dürr, tilkynnti svo í kvöld að FDP hefði ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.
Mikil óvissa mun því ríkja innan landsins á meðan stærstu ríki Evrópu munu koma til með að takast á við hinar ýmsu áskoranir, þar á meðað mögulegt tolla- og viðskiptastríð við Bandaríkin. Þá hafa stjórnmálamenn haft áhyggjur af því að Þjóðverjar muni þurfa að taka meira á sig í stuðningi við Úkraínu í ljósi kjörs Trump.