Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar 8. nóvember 2024 09:02 Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit. Mikilvægt er að farið sé vel með dýr, þau njóti góðs atlætis, séu ekki í þvinguðu ástandi og aðstæður séu þannig að þau njóti sín miðað við þarfir hverrar tegundar. Oftast dugar að krefjast úrbóta en lögin tryggja stofnuninni einnig víðtækar þvingunarheimildir til að knýja fram úrbætur og að auki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Viðurkenning á því að dýr eru skyni gæddar verur er mikilvægt leiðarljós við túlkun einstakra ákvæða laganna og með henni er lögð á það áhersla að dýr séu lifandi verur sem geta fundið til sársauka og vanlíðunar og að taka beri tillit til þess við alla ráðstöfun þeirra, umönnun og meðhöndlun. Lögin taka til allra hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Þess má geta að minnstu dýrin sem hafa komið til kasta undirritaðs eru býflugur en þau stærstu hvalir! Lögin taka þó ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Velferð eldisfisks ber hins vegar að tryggja og fylgist MAST með því. Í lögunum er fjallað m.a. um hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Verði menn varir við illa meðferð á dýrum ber að tilkynna það til MAST eða lögreglu sem kemur tilkynningunni áleiðis til stofnunarinnar. MAST berast daglega tilkynningar um meinta slæma meðferð á dýrum og eru allar slíkar ábendingar teknar til rannsóknar. Fram kemur í lögunum að umráðamenn dýra verði að búa yfir nauðsynlegri getu, hæfni og ábyrgð til að annast dýrin. Reynslan hefur sýnt að þar er oft pottur brotinn sem leiðir til brota á einstökum ákvæðum í lögunum og reglugerðum byggðum á þeim. Í lögunum er lögð áhersla á að dýrum sé tryggð góð umönnun og einnig er að finna nokkur bannákvæði. Til dæmis er bannað að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli og að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Einnig er sagt hvernig standa eigi að aflífun og almennt bann lagt við sleppingu dýra sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna. Settar eru reglur um handsömun dýra, eyðingu meindýra og hvernig standa skuli að veiðum á villtum dýrum. Ítarlegar reglur er að finna um aðbúnað og umhverfi dýra, bæði í lögunum sjálfum og enn fremur í sérstökum velferðarreglugerðum fyrir einstök húsdýr og einnig gæludýr. MAST hefur skipt landinu upp í fjögur umdæmi og starfar sérstakur héraðsdýralæknir í hverju umdæmi. Að auki starfa hjá stofnuninni eftirlitsdýralæknar og einnig svonefndir sérgreinadýralæknar sem sérhæfa sig í ákveðinni dýrategund (nautgripum, svínum, hrossum o.s.frv.) Einn dýralæknir er að auki sérgreinadýralæknir gæludýra. Vinnuferlar MAST í dýravelferðarmálum Rétt er að upplýsa hvernig stofnunin tekur á dýravelferðarmálum sem henni berast. Slík mál geta komið upp við reglubundið eftirlit en einnig á grundvelli ábendinga sem berast. Grunnreglan er að sjálfsögðu sú að veittur er frestur til úrbóta. En stundum þarf að ganga lengra og þá kemur til kasta sérstaks teymis sem í sitja mismunandi dýralæknar eftir því hvar á landinu brotin eru framin og hvaða dýrategund á í hlut. Að auki situr lögfræðingur dýravelferðar alla slíka fundi. Sem dæmi má nefna að ef brotið er á velferð hrossa í tilteknu umdæmi þá sitja í teyminu í það skiptið héraðsdýralæknir umdæmisins, sérgreinadýralæknir hrossa auk lögfræðings. Einnig eru oft kallaðir til dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar til ráðgjafar. Fram kemur í lögunum að MAST sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunarúrræða. Ekki er þó heimilt að fara inn í íbúðar- eða útihús án samþykkis eiganda nema að fengnum dómsúrskurði og hefur stundum þurft að láta reyna á það. Áhrifaríkasta þvingunarúrræðið sem MAST hefur er að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.En í alvarlegustu tilvikunum getur þurft að taka dýr úr vörslu umráðamanns. Stofnuninni ber í slíkum tilvikum að gæta meðalhófs og að beita ekki harkalegri aðgerðum en nauðsyn ber til. Stjórnvaldssektir geta numið allt að einni millj. kr og leggur stofnunin slíkar sektir á þyki tilefni til þess. Enn fremur ber stofnuninni að kæra meiri háttar mál til lögreglu í stað stjórnvaldssektar og hafa nokkrir dómar fallið þar sem dýraeigendur hafa verið dæmdir til refsingar og jafnvel bannað að halda dýr. Dýravelferðarmál eru viðkvæm og vekja gjarnan heitar tilfinningar hjá fólki. Áhugi á slíkum málum virðist einnig hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. með tilkomu samfélagsmiðla. MAST er ljós sú mikla ábyrgð sem stofnunin ber í því að gæta að dýravelferð á Íslandi. Það er skoðun mín að stofnunin hafi náð talsverðum árangri undanfarin ár og við erum staðráðin í að gera enn betur á komandi árum. Höfundur er lögfr. dýravelferðar hjá MAST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit. Mikilvægt er að farið sé vel með dýr, þau njóti góðs atlætis, séu ekki í þvinguðu ástandi og aðstæður séu þannig að þau njóti sín miðað við þarfir hverrar tegundar. Oftast dugar að krefjast úrbóta en lögin tryggja stofnuninni einnig víðtækar þvingunarheimildir til að knýja fram úrbætur og að auki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Viðurkenning á því að dýr eru skyni gæddar verur er mikilvægt leiðarljós við túlkun einstakra ákvæða laganna og með henni er lögð á það áhersla að dýr séu lifandi verur sem geta fundið til sársauka og vanlíðunar og að taka beri tillit til þess við alla ráðstöfun þeirra, umönnun og meðhöndlun. Lögin taka til allra hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Þess má geta að minnstu dýrin sem hafa komið til kasta undirritaðs eru býflugur en þau stærstu hvalir! Lögin taka þó ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Velferð eldisfisks ber hins vegar að tryggja og fylgist MAST með því. Í lögunum er fjallað m.a. um hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Verði menn varir við illa meðferð á dýrum ber að tilkynna það til MAST eða lögreglu sem kemur tilkynningunni áleiðis til stofnunarinnar. MAST berast daglega tilkynningar um meinta slæma meðferð á dýrum og eru allar slíkar ábendingar teknar til rannsóknar. Fram kemur í lögunum að umráðamenn dýra verði að búa yfir nauðsynlegri getu, hæfni og ábyrgð til að annast dýrin. Reynslan hefur sýnt að þar er oft pottur brotinn sem leiðir til brota á einstökum ákvæðum í lögunum og reglugerðum byggðum á þeim. Í lögunum er lögð áhersla á að dýrum sé tryggð góð umönnun og einnig er að finna nokkur bannákvæði. Til dæmis er bannað að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli og að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Einnig er sagt hvernig standa eigi að aflífun og almennt bann lagt við sleppingu dýra sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna. Settar eru reglur um handsömun dýra, eyðingu meindýra og hvernig standa skuli að veiðum á villtum dýrum. Ítarlegar reglur er að finna um aðbúnað og umhverfi dýra, bæði í lögunum sjálfum og enn fremur í sérstökum velferðarreglugerðum fyrir einstök húsdýr og einnig gæludýr. MAST hefur skipt landinu upp í fjögur umdæmi og starfar sérstakur héraðsdýralæknir í hverju umdæmi. Að auki starfa hjá stofnuninni eftirlitsdýralæknar og einnig svonefndir sérgreinadýralæknar sem sérhæfa sig í ákveðinni dýrategund (nautgripum, svínum, hrossum o.s.frv.) Einn dýralæknir er að auki sérgreinadýralæknir gæludýra. Vinnuferlar MAST í dýravelferðarmálum Rétt er að upplýsa hvernig stofnunin tekur á dýravelferðarmálum sem henni berast. Slík mál geta komið upp við reglubundið eftirlit en einnig á grundvelli ábendinga sem berast. Grunnreglan er að sjálfsögðu sú að veittur er frestur til úrbóta. En stundum þarf að ganga lengra og þá kemur til kasta sérstaks teymis sem í sitja mismunandi dýralæknar eftir því hvar á landinu brotin eru framin og hvaða dýrategund á í hlut. Að auki situr lögfræðingur dýravelferðar alla slíka fundi. Sem dæmi má nefna að ef brotið er á velferð hrossa í tilteknu umdæmi þá sitja í teyminu í það skiptið héraðsdýralæknir umdæmisins, sérgreinadýralæknir hrossa auk lögfræðings. Einnig eru oft kallaðir til dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar til ráðgjafar. Fram kemur í lögunum að MAST sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunarúrræða. Ekki er þó heimilt að fara inn í íbúðar- eða útihús án samþykkis eiganda nema að fengnum dómsúrskurði og hefur stundum þurft að láta reyna á það. Áhrifaríkasta þvingunarúrræðið sem MAST hefur er að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.En í alvarlegustu tilvikunum getur þurft að taka dýr úr vörslu umráðamanns. Stofnuninni ber í slíkum tilvikum að gæta meðalhófs og að beita ekki harkalegri aðgerðum en nauðsyn ber til. Stjórnvaldssektir geta numið allt að einni millj. kr og leggur stofnunin slíkar sektir á þyki tilefni til þess. Enn fremur ber stofnuninni að kæra meiri háttar mál til lögreglu í stað stjórnvaldssektar og hafa nokkrir dómar fallið þar sem dýraeigendur hafa verið dæmdir til refsingar og jafnvel bannað að halda dýr. Dýravelferðarmál eru viðkvæm og vekja gjarnan heitar tilfinningar hjá fólki. Áhugi á slíkum málum virðist einnig hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. með tilkomu samfélagsmiðla. MAST er ljós sú mikla ábyrgð sem stofnunin ber í því að gæta að dýravelferð á Íslandi. Það er skoðun mín að stofnunin hafi náð talsverðum árangri undanfarin ár og við erum staðráðin í að gera enn betur á komandi árum. Höfundur er lögfr. dýravelferðar hjá MAST.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar