Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður. Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður.
Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira