Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 08:17 Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Okkur er kennt innan verkalýðshreyfingarinnar að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi, eins og svo margt annað á Íslandi, og að ekki undir neinum kringumstæðum megi hrófla við kerfinu eða hugmyndafræðinni í kringum það. Þessar möntrur eru einnig kenndar í stjórnmálahreyfingum og háskólum landsins. Hagtölur sýna að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því sterkasta í öllum samanburði, út frá hagtölum, en er þetta gott kerfi? Er þetta virkilega besta kerfi í heimi? Tölurnar Skyldubundið iðgjald í lífeyrissjóði er 15,5% og hefur hækkað um 55% frá árinu 2006 þegar það var 10%. Valkvæði séreignarhlutinn er 4 til 6%. Fólk er því að greiða allt að 21,5% af launum og launatengdum gjöldum í lífeyrissjóði. Iðgjöld í sjóðina námu 431,5 milljarði króna árið 2023 og útgreiðslur lífeyris voru um 246 milljarðar sama ár, samkvæmt hagtölum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 7.945 milljörðum í september 2024 samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Hugmyndafræðin Þegar góða fólkið talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skatttekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þ.e. að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað og framtíðar skatttekjum… Ef, og já EF, að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu. En hver er reikningurinn sem við erum að senda framtíðar kynslóðum okkar í dag? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt verri þá en hann er í dag, ef ekkert verður að gert. Í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins! Raunveruleikinn Raunveruleikinn er ekki eins einfaldur og hugmyndafræðin segir okkur. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir fjármunir verði til staðar eftir 20, 30 eða 40 ár? Hverjar eru líkurnar á markaðsáföllum sem geta þurrkað upp hugmyndafræðilegan ávinning kerfisins? Á síðastliðnum 24 árum höfum við gengið í gegnum miklar sveiflur og hrun markaða. Árið 2000 sprakk netbólan og þá töpuðu lífeyrissjóðirnir gríðarlegum upphæðum. Bankahrunið 2008 þurrkaði út 97% af öllum innlendum hlutabréfum sjóðanna og heildartapið var gríðarlegt. Síðan hafa verið smærri niður- og uppsveiflur þess á milli, sú síðasta árið 2021 þegar sjóðirnir töpuðu 800 milljörðum. En þar sem iðgjöldin eru hærri en útgreiðslur, og hafa verið frá upphafi, vegna þess að iðgjöld í sjóðina hækka með reglulegu millibili, geta sjóðirnir leiðrétt tapið að hluta með því að bíða af sér sveiflurnar og kaupa eignir á hrakvirði eftir hrun markaða, eða dreift og falið tap á vondum fjárfestingum yfir lengri tíma. Það sem ekkert er talað um er hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri og hvert verður tap þeirra og eignabruni þegar þeir þurfa að selja eignir við neikvæðar markaðsaðstæður? Ég þarf varla að benda á að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af. Góða fólkið! Þegar góða fólkið talar um lífeyrissjóði, og hugtök eins og samtryggingu, ætti það að kynna sér augljósa galla kerfisins. Þá staðreynd að kerfið elur á misskiptingu en ekki samtryggingu. Bankastjórinn fær t.d. sama hlutfall í lífeyri af meðallaunum sínum og láglaunakonan, sem fór þrisvar í fæðingarorlof, án þess að vinna sér inn réttindi á meðan, og vann hlutastarf. Ef meðallaunin hans voru tvær milljónir á mánuði, þá fær hann um eina og hálfa milljón í lífeyri. Láglaunakonan sem aldrei gat lifað með mannlegri reisn af launum sínum, getur engan vegin lifað á aðeins 76% af meðaltekjum sínum frá lífeyrissjóði. Og hvort þeirra er líklegra til að hafa komið sér skuldlausu þaki yfir höfuðið? Þá er vert að nefna skerðingarnar í almannatryggingakerfinu sem læsa stóran hóp af fólki inni í sárri fátækt. Er þetta samtrygging? Er þetta besta kerfi í heimi? Góða fólkið vil ég spyrja hvort það treysti lífeyrissjóðunum betur til að geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það gæti kannski verið betra að fénu verði fjárfest í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða með því að stórbæta lífskjör og þjónustu allra sem hér búa með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið og draga verulega úr skerðingum í almannatryggingakerfinu? Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við höfum ekkert um það að segja hverjir stjórna lífeyrissjóðunum eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávallt réttar ákvarðanir og sneiði fram hjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera. Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var góða fólkið þá? Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið, höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi. Oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjaramál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Okkur er kennt innan verkalýðshreyfingarinnar að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi, eins og svo margt annað á Íslandi, og að ekki undir neinum kringumstæðum megi hrófla við kerfinu eða hugmyndafræðinni í kringum það. Þessar möntrur eru einnig kenndar í stjórnmálahreyfingum og háskólum landsins. Hagtölur sýna að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því sterkasta í öllum samanburði, út frá hagtölum, en er þetta gott kerfi? Er þetta virkilega besta kerfi í heimi? Tölurnar Skyldubundið iðgjald í lífeyrissjóði er 15,5% og hefur hækkað um 55% frá árinu 2006 þegar það var 10%. Valkvæði séreignarhlutinn er 4 til 6%. Fólk er því að greiða allt að 21,5% af launum og launatengdum gjöldum í lífeyrissjóði. Iðgjöld í sjóðina námu 431,5 milljarði króna árið 2023 og útgreiðslur lífeyris voru um 246 milljarðar sama ár, samkvæmt hagtölum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 7.945 milljörðum í september 2024 samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Hugmyndafræðin Þegar góða fólkið talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skatttekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þ.e. að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað og framtíðar skatttekjum… Ef, og já EF, að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu. En hver er reikningurinn sem við erum að senda framtíðar kynslóðum okkar í dag? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt verri þá en hann er í dag, ef ekkert verður að gert. Í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins! Raunveruleikinn Raunveruleikinn er ekki eins einfaldur og hugmyndafræðin segir okkur. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir fjármunir verði til staðar eftir 20, 30 eða 40 ár? Hverjar eru líkurnar á markaðsáföllum sem geta þurrkað upp hugmyndafræðilegan ávinning kerfisins? Á síðastliðnum 24 árum höfum við gengið í gegnum miklar sveiflur og hrun markaða. Árið 2000 sprakk netbólan og þá töpuðu lífeyrissjóðirnir gríðarlegum upphæðum. Bankahrunið 2008 þurrkaði út 97% af öllum innlendum hlutabréfum sjóðanna og heildartapið var gríðarlegt. Síðan hafa verið smærri niður- og uppsveiflur þess á milli, sú síðasta árið 2021 þegar sjóðirnir töpuðu 800 milljörðum. En þar sem iðgjöldin eru hærri en útgreiðslur, og hafa verið frá upphafi, vegna þess að iðgjöld í sjóðina hækka með reglulegu millibili, geta sjóðirnir leiðrétt tapið að hluta með því að bíða af sér sveiflurnar og kaupa eignir á hrakvirði eftir hrun markaða, eða dreift og falið tap á vondum fjárfestingum yfir lengri tíma. Það sem ekkert er talað um er hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri og hvert verður tap þeirra og eignabruni þegar þeir þurfa að selja eignir við neikvæðar markaðsaðstæður? Ég þarf varla að benda á að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af. Góða fólkið! Þegar góða fólkið talar um lífeyrissjóði, og hugtök eins og samtryggingu, ætti það að kynna sér augljósa galla kerfisins. Þá staðreynd að kerfið elur á misskiptingu en ekki samtryggingu. Bankastjórinn fær t.d. sama hlutfall í lífeyri af meðallaunum sínum og láglaunakonan, sem fór þrisvar í fæðingarorlof, án þess að vinna sér inn réttindi á meðan, og vann hlutastarf. Ef meðallaunin hans voru tvær milljónir á mánuði, þá fær hann um eina og hálfa milljón í lífeyri. Láglaunakonan sem aldrei gat lifað með mannlegri reisn af launum sínum, getur engan vegin lifað á aðeins 76% af meðaltekjum sínum frá lífeyrissjóði. Og hvort þeirra er líklegra til að hafa komið sér skuldlausu þaki yfir höfuðið? Þá er vert að nefna skerðingarnar í almannatryggingakerfinu sem læsa stóran hóp af fólki inni í sárri fátækt. Er þetta samtrygging? Er þetta besta kerfi í heimi? Góða fólkið vil ég spyrja hvort það treysti lífeyrissjóðunum betur til að geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það gæti kannski verið betra að fénu verði fjárfest í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða með því að stórbæta lífskjör og þjónustu allra sem hér búa með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið og draga verulega úr skerðingum í almannatryggingakerfinu? Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við höfum ekkert um það að segja hverjir stjórna lífeyrissjóðunum eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávallt réttar ákvarðanir og sneiði fram hjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera. Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var góða fólkið þá? Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið, höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi. Oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun