Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2024 09:02 Racheal Kundananji er dýrasta knattspyrnukona heims eftir að Bay FC keypti hana frá spænska félaginu Madrid CFF. Getty/Lyndsay Radnedge Knattspyrnukonan Racheal Kundananji er dýrasta knattspyrnukona heims og hún sýndi óvenjuleg og ótrúleg tilþrif í bandaríska kvennafótboltanum á dögunum. Í ljós kom að hún var að herma eftir götustrákum í Suður-Afríku. Kundananji er frá Sambíu en spilar með Bay FC í bandarísku NWSL deildinni. Hún kom til bandaríska liðsins í febrúar frá Madrid CFF á Spáni og var þá dýrasta knattspyrnukona heims enda kostaði hún 862 þúsund dollara eða meira en 118 milljónir króna. Kundananji er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í 21 leikjum á tímabilinu. Kundananji og félagar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum á Houston Dash um síðustu helgi. Kundananji skoraði tvö mörk í leiknum en það voru þó önnur tilþrif hennar sem vöktu mesta athygli. Hún stóð þá á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Kundananji ræddi þetta uppátæki sitt við ESPN. „Ég var stundum að horfa á myndbönd frá Suður Afríku. Þetta voru leikir úr gettóunum þar sem þeir spila á velli þar sem er ekkert gras. Þeir taka upp á ýmsu í leikjum sinum,“ sagði Racheal Kundananji. „Ég apaði þetta eftir þeim og hugsaði mér að prófa þetta einn daginn. Ég sagði síðan liðsfélögunum mínum fyrir leikinn um helgina að ég ætlaði að gera þetta í þessum leik,“ sagði Kundananji. „Mig hafði lengi langað til að gera þetta ef við værum yfir í leik. Ég lét svo bara vaða,“ sagði Kundananji hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by ESPN Africa (@espnafrica) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Kundananji er frá Sambíu en spilar með Bay FC í bandarísku NWSL deildinni. Hún kom til bandaríska liðsins í febrúar frá Madrid CFF á Spáni og var þá dýrasta knattspyrnukona heims enda kostaði hún 862 þúsund dollara eða meira en 118 milljónir króna. Kundananji er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í 21 leikjum á tímabilinu. Kundananji og félagar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum á Houston Dash um síðustu helgi. Kundananji skoraði tvö mörk í leiknum en það voru þó önnur tilþrif hennar sem vöktu mesta athygli. Hún stóð þá á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Kundananji ræddi þetta uppátæki sitt við ESPN. „Ég var stundum að horfa á myndbönd frá Suður Afríku. Þetta voru leikir úr gettóunum þar sem þeir spila á velli þar sem er ekkert gras. Þeir taka upp á ýmsu í leikjum sinum,“ sagði Racheal Kundananji. „Ég apaði þetta eftir þeim og hugsaði mér að prófa þetta einn daginn. Ég sagði síðan liðsfélögunum mínum fyrir leikinn um helgina að ég ætlaði að gera þetta í þessum leik,“ sagði Kundananji. „Mig hafði lengi langað til að gera þetta ef við værum yfir í leik. Ég lét svo bara vaða,“ sagði Kundananji hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by ESPN Africa (@espnafrica)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira