Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lét sig ekki vanta og heilsaði upp á Geir.Sigurjón Ragnar
Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson.
Í salnum var margt um manninn. Meðal þeirra sem létu sjá sig hjá Geir voru frambjóðendur í Alþingiskosningum, fyrrverandi Alþingismenn og sjónvarpsstjörnur.
Í ævisögu sinni veitir Geir einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna, meðal annars mánuðina örlagaríku haustið 2008, og er óhætt að segja að þar komi ýmislegt á óvart. Hann fjallar einnig ítarlega og gagnrýnið um landsdómsmálið.
Geir skrifar af einlægni um einkalíf sitt, uppvöxt í Vesturbæ Reykjavíkur, MR og námsár í Bandaríkjunum en einnig dramatíska atburði úr æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður, þar á meðal viðkvæm fjölskyldumál. Geir styðst við margvísleg gögn úr sínu einkasafni – sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur en einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið fyrir almenningssjónir.
Geir ávarpaði fjöldann.Sigurjón RagnarGréta Ingþórsdóttir og Geir.Sigurjón RagnarVigdís Jónsdóttir og Bogi Ágústsson. Björn Vignir Sigurpálsson til hægri.Sigurjón RagnarBræðurnir Steindór og Geir Haarde.Sigurjón RagnarGuðni Ágústsson og Margrét Hauksdóttir með Geir.SigurjónGlúmur Björnsson, Sigríður Andersen, Björn Búi Jónsson og Snorri Másson.Sigurjón RagnarHalldór Blöndal og Geir.Sigurjón RagnarMargrét Berg Sverrisdóttir, Hildur María Haarde, Anna Guðbjörg Hólm Bjarnadóttir, Sandra Rós Bjarnadóttir og Nadine Guðrún Yaghi.Sigurjón RagnarÁgústa Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.Sigurjón RagnarBirgir Ármannsson og Skúli Eggert Þórðarson.Sigurjón RagnarÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Hjalti Sigvaldason Mogensen.Sigurjón RagnarHelga Lára Haarde, Hafþór Haarde Vignisson, Inga Jóna Haarde Vignisdóttir og Hildur María Haarde. Einnig sjást m.a. Gylfi Kristinsson, Jón Kristjánsson, Árni Kolbeinsson, Martin Eyjólfsson, Magnús Jóhannesson og Sveinbjörn Egill Björnsson.Halldór Armand og Dilja Mist Einarsdóttir.Sigurjón RagnarJúlíus Sólnes og Guðlaugur Þór Þórðarson.Sigurjón RagnarSteinn Jónsson, Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason.Sigurjón RagnarÞór Sigfússon, Þórður Þórarinsson og Vilhjálmur Árnason.Sigurjón RagnarIngibjörg Anna Fjeldsted, Kolbrún María Fjeldsted og Kolbrún Sara Sveinsdóttir.Sigurjón RagnarIngunn Björk Vilhjálmsdóttir, Reynir Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Íris Björk Viðarsdóttir.Sigurjón RagnarSteinunn Friðjónsdóttir, Kristín Unnur Mathiesen, Halla Sigrún Mathiesen, Árni M. Mathiesen og Hildur Björnsdóttir.Sigurjón RagnarÁsgeir Jónsson og Ingimundur Friðriksson.Sigurjón RagnarFélagar Geirs í Karlakóri Kópavogs létu sig ekki vanta. Sigurjón Ragnar