Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar 8. nóvember 2024 12:02 Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun