Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:45 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ÍR og Keflavíkur í kvöld með sínum einstaka hætti. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij fékk Helga Má Magnússon með sér í að „gaza“ um leik ÍR og Keflavíkur sem er einnig Gaz-leikur kvöldsins á Stöð 2 BD. Upphitun þeirra má nú sjá á Vísi. Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““ Bónus-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““
Bónus-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum