Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar 8. nóvember 2024 17:31 „Kjör kennara hafi vaxið langt umfram almennan markað“ Þannig hljómaði frétt Morgunblaðsins í dag. Upplýsingarnar komu úr fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekkert viðtal fylgdi fréttinni (enda er formaður stjórnar Sambandsins gufaður upp og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit) en þess í stað fylgdi með myndrit sem átti að sýna að á tímabilinu 2014 til (og með?) 2023 hafi laun kennara hækkað um heil 84% en laun háskólamenntaðra sérfræðinga á markaði aðeins um 50%. Þess má geta að á þessu sama tímabili hækkaði launavísitala í landinu um rúm 100%. Nema hvað. Á Vísi var sama frétt matreidd þannig að sveitarfélögin teldu sig með þessu sanna að þau hefðu unnið mjög markvisst að því að jafna laun á milli markaða – eins og þau lofuðu að gera í kjölfar lífeyrissamkomulagsins frá 2016. Hvorugur miðillinn virðist leggja í neina rannsóknarvinnu á fullyrðingum sveitarfélaganna. Það má þó segja Vísi til hróss að hann tekur viðtal. Augljóslega ekki við horfna formanninn heldur hagfræðing sem vinnur fyrir Sambandið sem segir að eftir þessar miklu launahækkanir kennara hjá sveitarfélögunum sé nú svo komið að þeir hafi litlu hærri laun en viðmiðunarhóparnir höfðu árið 2014. Með öðrum orðum. Í fyrra, eftir það sem sveitarfélögin kalla markvissa jöfnun launa yfir níu ára tímabil, voru kennarar með rétt rúmlega sömu laun útborgað og viðmiðunarhóparnir höfðu haft í upphafi. Á sama tíma hækkaði verðlag um rúm 43%. En gott og blessað. Hvenær skyldu kennarar þá ná viðmiðunarhópum með þessu áframhaldi? Hvenær er loforð um jöfnun launa uppfyllt? Eftir önnur níu ár, nítján eða níutíu og níu? Þar vandast nebblega málið. Það sem við vitum öll, en sveitarfélögin halda að við höfum gleymt, er að nú hefur um nokkuð langa hríð verið samið um krónutöluhækkanir í kjarasamningum. Það má vel föndra allskonar vafasama tölfræði í svoleiðis ástandi. Gefum okkur tvo aðila. Annar er með tæplega 60% af launum hins í upphafi. Sá sem hefur hærri launin semur við launagreiðandann um að það megi aldrei jafna launin. Bara alls ekki. Það verði alltaf að vera sami munur í krónum á milli þeirra tveggja. Launagreiðandinn leysir málið með því að hækka laun beggja alltaf um nákvæmlega sömu upphæð. Þegar hann hefur gert það nokkrum sinnum hittist svo á að laun þess sem lægri hefur tekjurnar hafa hækkað um 84% en hins um 50%. Það skiptir engu máli hve lengi er beðið, laun þessara aðila verða aldrei jöfn. Ekki á níu árum og ekki á níutíu og níu. Eina raunverulega útspil sveitarfélag á þessum átta árum sem liðin eru til jöfnunar launa er „áfangasamkomulag“ sem gert var um að eitt árið hækkuðu laun kennara aukreitis um átta til tíu þúsund krónur á mánuði. Það er um það bil ein pítsa eftir skatt. Og nú segja sveitarfélögin að svipuð veisla sé í boði fyrir samning til næstu fjögurra ára. Á slíkum ógnarhraða mun jöfnun launa milli markaða ekki taka nema 132 til 297 ár. Ef við veljum hraðari kostinn fer að verða freistandi fyrir yngsta barn mitt, sem er liðlega 14 ára, að gerast kennari. Barnabörnin hans munu, ef vel gengur, sjá fram á jöfnun launa milli markaða á hundruðustu ártíð hans. Það fer að verða okkur öllum ljóst hvers vegna kennarar þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis sem verkföll eru. Það er stundum eins og Sambandið haldi að bæði viðsemjendur, alemnningur og fjölmiðlar séu tómir bjánar. Í stað þess að koma fram af ábyrgð og semja ólmast það í tölfræðilegum blekkingarleikjum, sem endanum hafa engin önnur áhrif en þau að enn lengra verður í lausn mála. Það er ekki von að nokkur sála, sem ber einhverja ábyrgð þar á bæ, láti ná í sig. Þetta er smánarleg framganga og lítilmannleg. Kæra Samband, setjist við samningaborðið og hættið þessu rugli. Þetta skilar engu. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Kjör kennara hafi vaxið langt umfram almennan markað“ Þannig hljómaði frétt Morgunblaðsins í dag. Upplýsingarnar komu úr fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekkert viðtal fylgdi fréttinni (enda er formaður stjórnar Sambandsins gufaður upp og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit) en þess í stað fylgdi með myndrit sem átti að sýna að á tímabilinu 2014 til (og með?) 2023 hafi laun kennara hækkað um heil 84% en laun háskólamenntaðra sérfræðinga á markaði aðeins um 50%. Þess má geta að á þessu sama tímabili hækkaði launavísitala í landinu um rúm 100%. Nema hvað. Á Vísi var sama frétt matreidd þannig að sveitarfélögin teldu sig með þessu sanna að þau hefðu unnið mjög markvisst að því að jafna laun á milli markaða – eins og þau lofuðu að gera í kjölfar lífeyrissamkomulagsins frá 2016. Hvorugur miðillinn virðist leggja í neina rannsóknarvinnu á fullyrðingum sveitarfélaganna. Það má þó segja Vísi til hróss að hann tekur viðtal. Augljóslega ekki við horfna formanninn heldur hagfræðing sem vinnur fyrir Sambandið sem segir að eftir þessar miklu launahækkanir kennara hjá sveitarfélögunum sé nú svo komið að þeir hafi litlu hærri laun en viðmiðunarhóparnir höfðu árið 2014. Með öðrum orðum. Í fyrra, eftir það sem sveitarfélögin kalla markvissa jöfnun launa yfir níu ára tímabil, voru kennarar með rétt rúmlega sömu laun útborgað og viðmiðunarhóparnir höfðu haft í upphafi. Á sama tíma hækkaði verðlag um rúm 43%. En gott og blessað. Hvenær skyldu kennarar þá ná viðmiðunarhópum með þessu áframhaldi? Hvenær er loforð um jöfnun launa uppfyllt? Eftir önnur níu ár, nítján eða níutíu og níu? Þar vandast nebblega málið. Það sem við vitum öll, en sveitarfélögin halda að við höfum gleymt, er að nú hefur um nokkuð langa hríð verið samið um krónutöluhækkanir í kjarasamningum. Það má vel föndra allskonar vafasama tölfræði í svoleiðis ástandi. Gefum okkur tvo aðila. Annar er með tæplega 60% af launum hins í upphafi. Sá sem hefur hærri launin semur við launagreiðandann um að það megi aldrei jafna launin. Bara alls ekki. Það verði alltaf að vera sami munur í krónum á milli þeirra tveggja. Launagreiðandinn leysir málið með því að hækka laun beggja alltaf um nákvæmlega sömu upphæð. Þegar hann hefur gert það nokkrum sinnum hittist svo á að laun þess sem lægri hefur tekjurnar hafa hækkað um 84% en hins um 50%. Það skiptir engu máli hve lengi er beðið, laun þessara aðila verða aldrei jöfn. Ekki á níu árum og ekki á níutíu og níu. Eina raunverulega útspil sveitarfélag á þessum átta árum sem liðin eru til jöfnunar launa er „áfangasamkomulag“ sem gert var um að eitt árið hækkuðu laun kennara aukreitis um átta til tíu þúsund krónur á mánuði. Það er um það bil ein pítsa eftir skatt. Og nú segja sveitarfélögin að svipuð veisla sé í boði fyrir samning til næstu fjögurra ára. Á slíkum ógnarhraða mun jöfnun launa milli markaða ekki taka nema 132 til 297 ár. Ef við veljum hraðari kostinn fer að verða freistandi fyrir yngsta barn mitt, sem er liðlega 14 ára, að gerast kennari. Barnabörnin hans munu, ef vel gengur, sjá fram á jöfnun launa milli markaða á hundruðustu ártíð hans. Það fer að verða okkur öllum ljóst hvers vegna kennarar þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis sem verkföll eru. Það er stundum eins og Sambandið haldi að bæði viðsemjendur, alemnningur og fjölmiðlar séu tómir bjánar. Í stað þess að koma fram af ábyrgð og semja ólmast það í tölfræðilegum blekkingarleikjum, sem endanum hafa engin önnur áhrif en þau að enn lengra verður í lausn mála. Það er ekki von að nokkur sála, sem ber einhverja ábyrgð þar á bæ, láti ná í sig. Þetta er smánarleg framganga og lítilmannleg. Kæra Samband, setjist við samningaborðið og hættið þessu rugli. Þetta skilar engu. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar