Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar 8. nóvember 2024 17:31 „Kjör kennara hafi vaxið langt umfram almennan markað“ Þannig hljómaði frétt Morgunblaðsins í dag. Upplýsingarnar komu úr fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekkert viðtal fylgdi fréttinni (enda er formaður stjórnar Sambandsins gufaður upp og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit) en þess í stað fylgdi með myndrit sem átti að sýna að á tímabilinu 2014 til (og með?) 2023 hafi laun kennara hækkað um heil 84% en laun háskólamenntaðra sérfræðinga á markaði aðeins um 50%. Þess má geta að á þessu sama tímabili hækkaði launavísitala í landinu um rúm 100%. Nema hvað. Á Vísi var sama frétt matreidd þannig að sveitarfélögin teldu sig með þessu sanna að þau hefðu unnið mjög markvisst að því að jafna laun á milli markaða – eins og þau lofuðu að gera í kjölfar lífeyrissamkomulagsins frá 2016. Hvorugur miðillinn virðist leggja í neina rannsóknarvinnu á fullyrðingum sveitarfélaganna. Það má þó segja Vísi til hróss að hann tekur viðtal. Augljóslega ekki við horfna formanninn heldur hagfræðing sem vinnur fyrir Sambandið sem segir að eftir þessar miklu launahækkanir kennara hjá sveitarfélögunum sé nú svo komið að þeir hafi litlu hærri laun en viðmiðunarhóparnir höfðu árið 2014. Með öðrum orðum. Í fyrra, eftir það sem sveitarfélögin kalla markvissa jöfnun launa yfir níu ára tímabil, voru kennarar með rétt rúmlega sömu laun útborgað og viðmiðunarhóparnir höfðu haft í upphafi. Á sama tíma hækkaði verðlag um rúm 43%. En gott og blessað. Hvenær skyldu kennarar þá ná viðmiðunarhópum með þessu áframhaldi? Hvenær er loforð um jöfnun launa uppfyllt? Eftir önnur níu ár, nítján eða níutíu og níu? Þar vandast nebblega málið. Það sem við vitum öll, en sveitarfélögin halda að við höfum gleymt, er að nú hefur um nokkuð langa hríð verið samið um krónutöluhækkanir í kjarasamningum. Það má vel föndra allskonar vafasama tölfræði í svoleiðis ástandi. Gefum okkur tvo aðila. Annar er með tæplega 60% af launum hins í upphafi. Sá sem hefur hærri launin semur við launagreiðandann um að það megi aldrei jafna launin. Bara alls ekki. Það verði alltaf að vera sami munur í krónum á milli þeirra tveggja. Launagreiðandinn leysir málið með því að hækka laun beggja alltaf um nákvæmlega sömu upphæð. Þegar hann hefur gert það nokkrum sinnum hittist svo á að laun þess sem lægri hefur tekjurnar hafa hækkað um 84% en hins um 50%. Það skiptir engu máli hve lengi er beðið, laun þessara aðila verða aldrei jöfn. Ekki á níu árum og ekki á níutíu og níu. Eina raunverulega útspil sveitarfélag á þessum átta árum sem liðin eru til jöfnunar launa er „áfangasamkomulag“ sem gert var um að eitt árið hækkuðu laun kennara aukreitis um átta til tíu þúsund krónur á mánuði. Það er um það bil ein pítsa eftir skatt. Og nú segja sveitarfélögin að svipuð veisla sé í boði fyrir samning til næstu fjögurra ára. Á slíkum ógnarhraða mun jöfnun launa milli markaða ekki taka nema 132 til 297 ár. Ef við veljum hraðari kostinn fer að verða freistandi fyrir yngsta barn mitt, sem er liðlega 14 ára, að gerast kennari. Barnabörnin hans munu, ef vel gengur, sjá fram á jöfnun launa milli markaða á hundruðustu ártíð hans. Það fer að verða okkur öllum ljóst hvers vegna kennarar þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis sem verkföll eru. Það er stundum eins og Sambandið haldi að bæði viðsemjendur, alemnningur og fjölmiðlar séu tómir bjánar. Í stað þess að koma fram af ábyrgð og semja ólmast það í tölfræðilegum blekkingarleikjum, sem endanum hafa engin önnur áhrif en þau að enn lengra verður í lausn mála. Það er ekki von að nokkur sála, sem ber einhverja ábyrgð þar á bæ, láti ná í sig. Þetta er smánarleg framganga og lítilmannleg. Kæra Samband, setjist við samningaborðið og hættið þessu rugli. Þetta skilar engu. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Ragnar Þór Pétursson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
„Kjör kennara hafi vaxið langt umfram almennan markað“ Þannig hljómaði frétt Morgunblaðsins í dag. Upplýsingarnar komu úr fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekkert viðtal fylgdi fréttinni (enda er formaður stjórnar Sambandsins gufaður upp og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit) en þess í stað fylgdi með myndrit sem átti að sýna að á tímabilinu 2014 til (og með?) 2023 hafi laun kennara hækkað um heil 84% en laun háskólamenntaðra sérfræðinga á markaði aðeins um 50%. Þess má geta að á þessu sama tímabili hækkaði launavísitala í landinu um rúm 100%. Nema hvað. Á Vísi var sama frétt matreidd þannig að sveitarfélögin teldu sig með þessu sanna að þau hefðu unnið mjög markvisst að því að jafna laun á milli markaða – eins og þau lofuðu að gera í kjölfar lífeyrissamkomulagsins frá 2016. Hvorugur miðillinn virðist leggja í neina rannsóknarvinnu á fullyrðingum sveitarfélaganna. Það má þó segja Vísi til hróss að hann tekur viðtal. Augljóslega ekki við horfna formanninn heldur hagfræðing sem vinnur fyrir Sambandið sem segir að eftir þessar miklu launahækkanir kennara hjá sveitarfélögunum sé nú svo komið að þeir hafi litlu hærri laun en viðmiðunarhóparnir höfðu árið 2014. Með öðrum orðum. Í fyrra, eftir það sem sveitarfélögin kalla markvissa jöfnun launa yfir níu ára tímabil, voru kennarar með rétt rúmlega sömu laun útborgað og viðmiðunarhóparnir höfðu haft í upphafi. Á sama tíma hækkaði verðlag um rúm 43%. En gott og blessað. Hvenær skyldu kennarar þá ná viðmiðunarhópum með þessu áframhaldi? Hvenær er loforð um jöfnun launa uppfyllt? Eftir önnur níu ár, nítján eða níutíu og níu? Þar vandast nebblega málið. Það sem við vitum öll, en sveitarfélögin halda að við höfum gleymt, er að nú hefur um nokkuð langa hríð verið samið um krónutöluhækkanir í kjarasamningum. Það má vel föndra allskonar vafasama tölfræði í svoleiðis ástandi. Gefum okkur tvo aðila. Annar er með tæplega 60% af launum hins í upphafi. Sá sem hefur hærri launin semur við launagreiðandann um að það megi aldrei jafna launin. Bara alls ekki. Það verði alltaf að vera sami munur í krónum á milli þeirra tveggja. Launagreiðandinn leysir málið með því að hækka laun beggja alltaf um nákvæmlega sömu upphæð. Þegar hann hefur gert það nokkrum sinnum hittist svo á að laun þess sem lægri hefur tekjurnar hafa hækkað um 84% en hins um 50%. Það skiptir engu máli hve lengi er beðið, laun þessara aðila verða aldrei jöfn. Ekki á níu árum og ekki á níutíu og níu. Eina raunverulega útspil sveitarfélag á þessum átta árum sem liðin eru til jöfnunar launa er „áfangasamkomulag“ sem gert var um að eitt árið hækkuðu laun kennara aukreitis um átta til tíu þúsund krónur á mánuði. Það er um það bil ein pítsa eftir skatt. Og nú segja sveitarfélögin að svipuð veisla sé í boði fyrir samning til næstu fjögurra ára. Á slíkum ógnarhraða mun jöfnun launa milli markaða ekki taka nema 132 til 297 ár. Ef við veljum hraðari kostinn fer að verða freistandi fyrir yngsta barn mitt, sem er liðlega 14 ára, að gerast kennari. Barnabörnin hans munu, ef vel gengur, sjá fram á jöfnun launa milli markaða á hundruðustu ártíð hans. Það fer að verða okkur öllum ljóst hvers vegna kennarar þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis sem verkföll eru. Það er stundum eins og Sambandið haldi að bæði viðsemjendur, alemnningur og fjölmiðlar séu tómir bjánar. Í stað þess að koma fram af ábyrgð og semja ólmast það í tölfræðilegum blekkingarleikjum, sem endanum hafa engin önnur áhrif en þau að enn lengra verður í lausn mála. Það er ekki von að nokkur sála, sem ber einhverja ábyrgð þar á bæ, láti ná í sig. Þetta er smánarleg framganga og lítilmannleg. Kæra Samband, setjist við samningaborðið og hættið þessu rugli. Þetta skilar engu. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar