Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun