Ótryggðir bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 14:04 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands var í heilmiklu stuði á fundinum með sunnlenskum bændum í Félagslundi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt. Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira