Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. nóvember 2024 13:32 Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar