Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:33 Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun