Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:33 Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun