Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 14:58 Nadezhda Buyanova segist ekki hafa gagnrýnt herinn og að móðir barns sem hún hlúði að hafi logið að henni. AP/Pavel Bednyakov Dómstóll í Moskvu hefur dæmt 68 ára gamlan barnalækni í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Nadezhda Buyanova var sökuð af móðir barns sem hún hlúði að um að segja að Rússar gætu sjálfir sér um kennt vegna mannfalls í Úkraínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum.
Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent