„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:46 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“ Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“
Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent