„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:46 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“ Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“
Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira